Röskva heldur velli

Hægt var að greiða atkvæði á Uglunni í dag og …
Hægt var að greiða atkvæði á Uglunni í dag og í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Röskva, sam­tök fé­lags­hyggju­fólks við Há­skóla Íslands, held­ur meiri­hluta sín­um í Stúd­entaráði HÍ. Niður­stöður kosn­inga til Stúd­entaráðs voru kynnt­ar fyr­ir skömmu.

Röskva hlaut tólf full­trúa af sautján. Vaka, fé­lag lýðræðissinnaðra stúd­enta, hlaut hina fimm full­trú­ana.

Í síðustu kosn­ing­um hlaut Vaka ein­ung­is tvo full­trúa, sem var þó bæt­ing frá ár­inu áður þegar fé­lagið hlaut einn full­trúa.

Þá vek­ur at­hygli að í annað skipti í meira en hundrað ára sögu Stúd­entaráðs bauð ein­stak­ling­ur fram. Hann hlaut 53,3 at­kvæði af 577 greidd­um á hug­vís­inda­sviði en það dugði þó ekki til að tryggja hon­um sæti í Stúd­entaráði.

Heild­ar­kjör­sókn 32,54%

Kjör­sókn hef­ur ekki verið meiri í nokk­ur ár, en hún var 32,54%. Hér má sjá hvernig kjör­sókn skipt­ist milli fræðasviða:

  • Hug­vís­inda­svið - kjör­sókn 27,23%
  • Fé­lags­vís­inda­svið - kjör­sókn 35,97%
  • Menntavís­inda­svið - kjör­sókn 22,48
  • Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið - kjör­sókn 44,58%
  • Heil­brigðis­vís­inda­svið - kjör­sókn 38,77%

Eft­ir­far­andi ein­stak­ling­ar verða full­trú­ar í Súd­entaráði á næsta skóla­ári:

Fé­lags­vís­inda­svið

  1. Arna Dís Heiðars­dótt­ir (Röskva)
  2. Daní­el Hjörv­ar Guðmunds­son (Vaka)
  3. Em­il­ía Björt Íris­ard. Bachmann (Röskva)
  4. Júlí­us Viggó Ólafs­son (Vaka)
  5. Krist­mund­ur Pét­urs­son (Röskva)

Heil­brigðis­vís­inda­svið

  1. Sig­ríður Helga Kár­dal Ásgeirsd. (Röskva)
  2. Daní­el Thor Myer (Röskva)
  3. Elísa­bet Sara Gísla­dótt­ir (Vaka)

Menntavís­inda­svið

  1. Júlí­ana Dögg Önnu­dótt­ir Chipa (Vaka)
  2. Tanja Sig­munds­dótt­ir (Röskva)
  3. Dag­björt Ósk Jó­hanns­dótt­ir (Röskva)

Verk­fræði- og nátt­úru­vís­inda­svið

  1. María Rós Kaldalóns (Röskva)
  2. Davíð Ásmunds­son (Röskva)
  3. Eiður Snær Unn­ars­son (Vaka)

Hug­vís­inda­svið

  1. Guðni Thorlacius (Röskva)
  2. Júlía Karín Kjart­ans­dótt­ir (Röskva)
  3. Stein­unn Krist­ín Guðna­dótt­ir (Röskva)
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert