„Þetta gengur ekki upp“

Áslaug Arna.
Áslaug Arna. mbl.is/Kristófer Liljar

„Þetta geng­ur ekki upp, það er bara svo­leiðis,“ seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar og ný­sköp­un­ar­ráðherra,  þegar hún er spurð um ásókn ráðherra í meiri rík­is­út­gjöld í ótryggu efna­hags­ástandi heims­ins, sem hafi sín áhrif hér á landi. „Það er ekki hægt að verja hér fjár­mun­um í hina ýmsu mála­flokka þegar staðan er þannig að hið eina sem við eig­um að vera að berj­ast við er verðbólg­an.“

Þetta kem­ur fram í viðtali Dag­mála, streym­is Morg­un­blaðsins sem opið er öll­um áskrif­end­um, og birt er í dag.

Áslaug Arna seg­ir að að því þurfi rík­is­stjórn­in öll að ein­beita sér.

„Það eina sem skipt­ir máli nú er að ná verðbólg­unni niður. Fyr­ir fólkið í land­inu, fyr­ir lífs­kjör og til þess að ná ein­hverj­um ár­angri hér í land­inu til lengri tíma,“ seg­ir hún.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert