„Þetta gengur ekki upp, það er bara svoleiðis,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, þegar hún er spurð um ásókn ráðherra í meiri ríkisútgjöld í ótryggu efnahagsástandi heimsins, sem hafi sín áhrif hér á landi. „Það er ekki hægt að verja hér fjármunum í hina ýmsu málaflokka þegar staðan er þannig að hið eina sem við eigum að vera að berjast við er verðbólgan.“
Þetta kemur fram í viðtali Dagmála, streymis Morgunblaðsins sem opið er öllum áskrifendum, og birt er í dag.
Áslaug Arna segir að að því þurfi ríkisstjórnin öll að einbeita sér.
„Það eina sem skiptir máli nú er að ná verðbólgunni niður. Fyrir fólkið í landinu, fyrir lífskjör og til þess að ná einhverjum árangri hér í landinu til lengri tíma,“ segir hún.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.