Vorfundur Landsnet, sem ber yfirskriftina Fjúka orkuskiptin á haf út?, hefst í Hörpu klukkan 8.30 í dag.
Fjallað verður um mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum.
Beint streymi frá fundinum:
„Nýir orkukostir eru mikið í umræðunni og mikið hefur verið rætt um tækifærin sem í því felast en líka hindranir. Hversu vel er flutningskerfi rafmagns í stakk búið til að miðla rafmagni um landið? Hversu mikið af vindorku má nýta og flytja um landið? Erum við klár í orkuskiptin?“ segir í tilkynningu.
„Meðal þess sem mun koma fram á fundinum eru nýjar upplýsingar um hversu mikið af vindorku flutningskerfið getur tekið við og nýtt í átt að orkuskiptunum,“ segir þar einnig.
Dagskráin:
Guðlaugur Þór Þórðarson
Umhverfis-, orku- og umhverfisráðherra
Ávarp
Guðmundur Ingi Ásmundsson
Forstjóri
Fjúka orkuskiptin á haf út?
Gnýr Guðmundsson
Forstöðumaður kerfisþróunar
Við erum tilbúin
Svandís Hlín Karlsdóttir
Framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar
Grípum tækifærin
Katrín Olga Jóhannesdóttir
Framkvæmdastjóri Elma
Valdefling neytandans og nýrrar tækni
Sigrún Björk Jakobsdóttir
Stjórnarformaður
Fundarstjóri