Spáð er norðaustanátt í dag og verða víða á bilinu 8-13 metrar á sekúndu. Él verða norðan- og austanlands og frost á bilinu 2 til 8 stig.
Yfirleitt verður léttskýjað sunnan heiða og sums staðar frostlaust þar yfir hádaginn.
Norðaustan 5-10 m/s verða á morgun. Skýjað verður með köflum og stöku él, en þurrt og bjart á suðvestanverðu landinu. Hiti breytist lítið.