Hundrað smærri skjálftar hafa nú mælst suð-suðvestur af Bláfjöllum, norðan Selvogs. Skjálftahrinan hófst síðdegis á miðvikudag.
„Svo tekur þetta svolítinn kipp í gærkvöldi og nótt, þá fer þetta aðeins meira af stað,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Þá séu skjálftarnir allir fremur litlir, eða í kringum tveir að stærð og minni.
„Þetta eru litlir skjálftar á pínu óvenjulegu svæði en það er líka ný skjálftastöð þarna rétt hjá sem hjálpar okkur að nema og staðsetja skjálfta,“ segir Sigríður.
Nýja skjálftastöðin verði líklega til þess að Veðurstofan mæli fleiri skjálfta og staðsetja þá betur.