„Ótrúlegt að enginn hafi slasast“

Mikinn og svartan reyk lagði frá brunanum í dag.
Mikinn og svartan reyk lagði frá brunanum í dag. Ljósmynd/Aðsend

„Það er eiginlega ótrúlegt að enginn skyldi hafi slasast í þessu, bara þvílík heppni,“ segir Helgi Hjörleifsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is, um eldinn í Garðabæ í dag.

Engan sakaði er eldur kviknaði í þaki nýbyggingar í Eskiási í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Slökkvilið er enn á vettvangi en búið er að slökkva eldinn.

Helgi segir hættuna aðallega hafa stafað af því hve langt gaskútarnir tveir sem sprungu hafi flogið af þaki nýbyggingarinnar.

„Þetta var enginn smá kraftur, enda stórir kútar,“ segir Helgi.

Eldurinn einangraður í þakinu

Slökkvistarf gekk vel en mikill eldur var í fyrstu að sögn Helga.

„Þetta var að mér skilst einangrað í þakinu og aðeins farið að festa sig í klæðningu. Viðbragðið var líka gott, þannig við vorum fljótir á staðinn. Eldurinn náði sér aldrei almennilega á skrið út af því,“ segir Helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert