Páll sekur um meiðandi ummæli gegn Kjarnamönnum

Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson.
Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ómerkt ummæli Páls Vilhjálmssonar um að Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóri Heimildarinnar og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður sama miðils, hafi átt beina eða óbeina aðild að byrlun Páls skip­stjóra Stein­gríms­son­ar og stuldi á síma hans“ í tengsl­um við um­fjöll­un um „skæru­liðadeild“ Sam­herja.

Þá þarf Páll að greiða þeim 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að greiða hverjum fyrir sig 750 þúsund krónur í málskostnað. Páll var kærður fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­an­ir.

Þórður Snær er fyrr­ver­andi rit­stjóri Kjarn­ans og starf­andi rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar. Sagði hann fyrir aðalmeðferð að hann hefði ákveðið að höfða málið gegn Páli Vil­hjálms­syni blogg­ara sök­um þess að hann hafi í lengri tíma sett fram alls kyns staðhæf­ing­ar um Þórð og koll­ega hans sem ekki byggi á raun­veru­leika.

Þórður seg­ir að um sé að ræða tugi staðhæf­inga og sam­særis­kenn­inga sem Páll hafi sett fram um hans störf. Hins veg­ar hafi hann ákveðið að nóg væri komið þegar hann var ásakaður í pistli Páls um að hafa framið hegn­ing­ar­laga­brot þegar hann átti að hafa stolið síma Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra og byrlað hon­um. 

Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, sagði við aðalmeðferð að hann hafi verið hissa að lesa um­mæli Páls um að hann hefði byrlað manni og stolið síma hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert