Páll sekur um meiðandi ummæli gegn Kjarnamönnum

Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson.
Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur ómerkt um­mæli Páls Vil­hjálms­son­ar um að Þórður Snær Júlí­us­son, ann­ar rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður sama miðils, hafi átt beina eða óbeina aðild að byrlun Páls skip­stjóra Stein­gríms­son­ar og stuldi á síma hans“ í tengsl­um við um­fjöll­un um „skæru­liðadeild“ Sam­herja.

Þá þarf Páll að greiða þeim 300 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur auk þess að greiða hverj­um fyr­ir sig 750 þúsund krón­ur í máls­kostnað. Páll var kærður fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­an­ir.

Þórður Snær er fyrr­ver­andi rit­stjóri Kjarn­ans og starf­andi rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar. Sagði hann fyr­ir aðalmeðferð að hann hefði ákveðið að höfða málið gegn Páli Vil­hjálms­syni blogg­ara sök­um þess að hann hafi í lengri tíma sett fram alls kyns staðhæf­ing­ar um Þórð og koll­ega hans sem ekki byggi á raun­veru­leika.

Þórður seg­ir að um sé að ræða tugi staðhæf­inga og sam­sær­is­kenn­inga sem Páll hafi sett fram um hans störf. Hins veg­ar hafi hann ákveðið að nóg væri komið þegar hann var ásakaður í pistli Páls um að hafa framið hegn­ing­ar­laga­brot þegar hann átti að hafa stolið síma Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra og byrlað hon­um. 

Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, sagði við aðalmeðferð að hann hafi verið hissa að lesa um­mæli Páls um að hann hefði byrlað manni og stolið síma hans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert