Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra færði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, úrval íslenskra bjórtegunda að gjöf við lok fundar þeirra í Kaupmannahöfn í dag.
Aðalumræðuefni ráðherranna á fundinum var stríðið í Úkraínu og formennska Íslands í Evrópuráðinu auk tvíhliða samskipta þjóðanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Ráðherrarnir áttu fund í danska utanríkisráðuneytinu í dag, þann fyrsta síðan Rasmussen tók við embætti undir lok síðasta árs.
Í lok fundar færði Þórdís Kolbrún Rasmussen að gjöf úrval íslenskra bjórtegunda til merkis um þá nýsköpun og grósku sem fyrirfinnst á þeim vettvangi, að því er segir í tilkynningunni.