ÁTVR leggst ekki gegn rýmkun

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Skoða verður allar breytingar sem fela í sér rýmkun á aðgengi að áfengi gaumgæfílega áður en í þær yrði ráðist og meta hugsanlegar afleiðingar þess í aukinni áfengisneyslu og fyrir lýðheilsu.

Þetta kemur fram í umsögn ÁTVR um frumvarp fimm þingmanna um að afnema opnunarbann áfengisverslana á frídögum.

Þar er lagt til að ákvæði áfengislaga um opnunarbannið verði afnumið á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.

Í umsögn ÁTVR segir að verði frumvarpið lögfest myndi það „auka svigrúm ÁTVR til þess að rýmka opnunartíma í kringum stórhátíðir þar sem eftirspum er meiri en á öðrum árstímum en þekkt er að sum ár raðast vikudagar þannig að Vínbúðir eru lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt.“

Ekki verði þó séð að metin hafi verið áhrif þessa á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka