Einn slasaður eftir alvarlegt fjórhjólaslys

Þyrlan flutti einn slasaðan á Landspítalann í Fossvogi.
Þyrlan flutti einn slasaðan á Landspítalann í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir klukkan ellefu í morgun vegna alvarlegs fjórhjólaslyss við Hlöðuvallaveg undir Langjökli.

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Þyrlan tók á loft um klukkan korter yfir ellefu og flutti einn slasaðan á Landspítalann í Fossvogi. Þyrlan lenti þar fyrir skömmu, eða um klukkan tíu mínútur í eitt.

„Tilkynningin til okkar var þannig að þetta væri alvarlegt slys, en aftur á móti höfum við ekki upplýsingar um líðan þess slasaða,“ segir Ásgeir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert