Hrækti á lögreglubílinn

Lögreglubifreið í miðborginni. Mynd úr safni.
Lögreglubifreið í miðborginni. Mynd úr safni. mbl.is/Arnþór

Lög­reglu var til­kynnt um slags­mál í miðborg­inni í morg­un. Skipti hún sér af ein­um mann­anna sem að slags­mál­un­um stóðu. Sá var að sögn lög­reglu ósátt­ur við störf henn­ar og hrækti á lög­reglu­bif­reiðina.

Til­kynnt var um fleiri slags­mál, ann­ars veg­ar í miðborg­inni og hins­veg­ar í póst­núm­eri 108. Kveðst lög­regla hafa róað viðstadda í þeim síðar­nefndu. Heim­il­isof­beldi var sömu­leiðis til­kynnt í sama póst­núm­eri.

Einnig barst til­kynn­ing um stuld á hlaupa­hjóli í Hlíðunum. Þyk­ist lög­regla vita hver stóð að þeim þjófnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert