Hrækti á lögreglubílinn

Lögreglubifreið í miðborginni. Mynd úr safni.
Lögreglubifreið í miðborginni. Mynd úr safni. mbl.is/Arnþór

Lögreglu var tilkynnt um slagsmál í miðborginni í morgun. Skipti hún sér af einum mannanna sem að slagsmálunum stóðu. Sá var að sögn lögreglu ósáttur við störf hennar og hrækti á lögreglubifreiðina.

Tilkynnt var um fleiri slagsmál, annars vegar í miðborginni og hinsvegar í póstnúmeri 108. Kveðst lögregla hafa róað viðstadda í þeim síðarnefndu. Heimilisofbeldi var sömuleiðis tilkynnt í sama póstnúmeri.

Einnig barst tilkynning um stuld á hlaupahjóli í Hlíðunum. Þykist lögregla vita hver stóð að þeim þjófnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert