Hrina smáskjálfta hefur mælst í vestanverðum Mýrdalsjökli í dag.
Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að hrinur sem þessar sjáist ekki á hverjum degi.
„En þetta er svo sem ekki óvenjulegt, þannig séð,“ bætir hún við.
Tekur hún fram að frekar hefðbundið sé að skjálftar mælist í Mýrdalsjökli.
Til marks um það riðu nokkrir skjálftar af stærð 3 og yfir við eldstöðina fyrr í þessum mánuði.