Utanríkismálanefnd fer vestur um haf

Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis halda á mánudaginn vestur um haf …
Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis halda á mánudaginn vestur um haf og sitja fundi í Washington og New York. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fulltrúar í utanríkismálanefnd Alþingis halda á mánudaginn vestur um haf og sitja fundi í Washington og New York en þingmennirnir eru væntanlegir heim á föstudaginn.

Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar, staðfesti þetta í gær og sagði lengi hafa staðið til að þingmenn í utanríkismálanefnd færu til Bandaríkjanna.

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefnd.
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefnd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Langt sé síðan nefndin hafi farið þangað en heimsóknir sem þessar duttu upp fyrir í heimsfaraldrinum. Síðast fóru þingmenn nefndarinnar í ferð í fyrra og dvöldu þá í Finnlandi og Eistlandi í maí.

Þétt dagskrá

Bjarni segir að dagskráin sé þétt og koma Íslendingarnir til með að funda með mörgum þingmönnum bandaríska þingsins úr bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Til dæmis öldungadeildarþingmönnum sem hafa látið sig málefni norðurslóða varða og nefnir sérstaklega Lisu Murkowski sem sýnt hefur Íslandi talsverðan áhuga og fékk fálkaorðuna árið 2021.

Fundað verður í varnarmálaráðuneytinu, Pentagon, í Washington. Þar verður varnarsamstarfið við Bandaríkin meðal annars á dagskrá. Íslensku þingmennirnir fá kynningu frá íslenskum starfsmönnum Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Sameinuðu þjóðanna.

Stofnað verður til vinahóps Íslands í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í ferðinni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert