Boða aukna skattheimtu og niðurskurð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gestur í Silfrinu í dag.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gestur í Silfrinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aukin skattheimta og niðurskurður eru meginstef nýrrar fjármálaáætlunar sem samþykkt var út úr ríkisstjórn og verður lögð fram eftir helgi. Forsætisráðherra ræddi áætlunina í Silfrinu í ríkissjónvarpinu dag.

Það er forgangsmál að ná niður verðbólgunni í samfélaginu að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Þegar síðasta fjármálaáætlun var kynnt, síðasta vor, var verðbólgan um sex prósent og stýrivextir innan við þrjú prósent. Í dag er verðbólgan aftur á móti komin yfir tíu prósent og eftir tólf stýrivaxtahækkanir í beit, eru stýrivextirnir nú komnir upp í 7,5 prósent.

Vilja vernda tekjulægstu hópana

Spurð hvort niðurskurðurinn verði sár, svarar Katrín á þann veg að hér eftir sem hingað til verði forgangsatriði ríkisstjórnarinnar að standa vörð um tekjulægstu hópana og tryggja almannaþjónustu, hvort sem það sé í heilbrigðiskerfinu eða í skólunum.

Katrín segir að staðan á Íslandi sé þó nokkuð góð í alþjóðlegu samhengi.

„Okkar markmið í þessari fjármálaáætlun, og nú get ég auðvitað lítið sagt því hún verður kynnt í vikunni og ég ætla ekki að fara að þjófstarta þeirri umræðu, en það sem við stefnum á er að hún verði trúverðug áætlun til þess að slá á verðbólgu á sama tíma og við stöndum vörð um tekjulægstu hópana og stöndum vörð um almannaþjónustuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka