Davíð og Eva bjóða ókeypis gistingu á Tenerife

Davíð og Eva Ósk bjóða fjölskyldu að dvelja í húsi …
Davíð og Eva Ósk bjóða fjölskyldu að dvelja í húsi sínu, á Tenerife, að kostnaðarlausu. Ljósmynd/Aðsend

„Viðkom­andi er að berj­ast við ólækn­andi krabba­mein,“ seg­ir Davíð Krist­ins­son en hann og eig­in­kona hans, Eva Ósk Elías­ar­dótt­ir, sem leigja út hús á Teneri­fe, aug­lýstu fyr­ir skömmu eft­ir fjöl­skyldu með lang­veikt barn eða aðila sem er að berj­ast við krabba­mein, með það fyr­ir aug­um að bjóða viðkom­andi ókeyp­is gist­ingu.

„Það hef­ur gengið vel hjá okk­ur síðustu þrjú árin en við keypt­um húsið í fe­brú­ar árið 2020. Okk­ar hug­mynd var að ein­hver gæti nýtt þenn­an lausa tíma til góðs en við feng­um miklu meiri viðbrögð en við átt­um von á. Við feng­um um 30 um­sókn­ir og svo var fólk að benda okk­ur á fjöl­skyld­ur.“

Hjónin Davíð Kristinsson og Eva Ósk Elíasardóttir fluttust búferlum frá …
Hjón­in Davíð Krist­ins­son og Eva Ósk Elías­ar­dótt­ir flutt­ust bú­ferl­um frá Ak­ur­eyri til eld­fjalla­eyj­unn­ar, Teneri­fe árið 2020. Ljós­mynd/​Aðsend

Koma í næsta mánuði

Davíð seg­ir þann sem varð fyr­ir val­inu hafa haft sam­band strax og þar sem hann kannaðist við viðkom­andi og þekkti til aðstæðna þá hafi hann farið of­ar­lega í bunk­ann.

Fjöl­skyld­an sé bú­sett á Ak­ur­eyri en viðkom­andi muni taka með sér móður sína, syst­ur sína og börn að sögn Davíðs. 

„Þau eru að koma í næsta mánuði og munu dvelja í hús­inu í níu næt­ur.“

Aðspurður seg­ist Davíð frek­ar eiga von á því að end­ur­taka þetta fram­tak á ein­hverj­um tíma­punkti:

„Við vilj­um endi­lega hafa ein­hvern í hús­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert