Líkur eru á almennri ófærð frá Höfn og austur á Vopnafjörð í fyrramálið.
Þetta segir í tísti frá veðurfræðingi hjá Vegagerðinni.
Bakki með þéttri snjókomu fer nú austur með suðurströndinni í dag. Búið er að loka Hringveginum austan Víkur en búist er við því að hægt verði að opna aftur um kl. 16.
Á Austfjörðum vex vindur af austri og þar er í nótt reiknað með ofanhríð og skafrenningi til morguns.
Að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hefur verið rólegt hjá björgunarsveitum landsins það sem af er degi.
#Veður: Bakki með þéttri snjókomu fer austur með suðurströndinni í dag. Á Austfjörðum vex vindur af austri og þar er í nótt reiknað með ofanhríð og skafrenningi til morguns. Í fyrramálið eru líkur á almennri ófærð frá Höfn og austur á Vopnafjörð. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 26, 2023