Ófært frá Höfn á Vopnafjörð í fyrramálið

Líkur eru á almennri ófærð frá Höfn og austur á …
Líkur eru á almennri ófærð frá Höfn og austur á Vopnafjörð í fyrramálið. Ljósmynd/Landsbjörg

Líkur eru á almennri ófærð frá Höfn og austur á Vopnafjörð í fyrramálið. 

Þetta segir í tísti frá veðurfræðingi hjá Vegagerðinni. 

Bakki með þéttri snjókomu fer nú austur með suðurströndinni í dag. Búið er að loka Hringveginum austan Víkur en búist er við því að hægt verði að opna aftur um kl. 16.

Á Austfjörðum vex vindur af austri og þar er í nótt reiknað með ofanhríð og skafrenningi til morguns.

Að sögn Jóns Þórs Víg­lunds­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, hefur verið rólegt hjá björgunarsveitum landsins það sem af er degi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert