Páll fór út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar

Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson.
Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd

Héraðsdóm­ur tel­ur ekki að þau um­mæli sem Páll Vil­hjálms­son viðhafði um Þórð Snæ Júlí­us­son, ann­an rit­stjóra Heim­ild­ar­inn­ar, og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamann sama miðils, rúm­ist inn­an tján­ing­ar­frels­is hans.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur ómerkti á föstu­dag um­mæli Páls um að Þórður Snær og Arn­ar Þór hafi átt beina eða óbeina aðild að byrlun Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra og stuldi á síma hans í tengsl­um við um­fjöll­un um „skæru­liðadeild“ Sam­herja.

Um­mæl­in sem Páll viðhafði á bloggsíðu sinni og héraðsdóm­ur ómerkti eru nán­ar til­tekið:

„Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamenn á Kjarn­an­um, … eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skip­stjóra Stein­gríms­son­ar og stuldi á síma hans.“

„Sak­sókn­ari mun gefa út ákæru á hend­ur blaðamönn­um RSK-miðla, lík­lega í sept­em­ber.“

Gangi of nærri hags­mun­um blaðamann­anna

Með um­mæl­um sín­um er Páll tal­inn hafa farið út fyr­ir mörk leyfi­legr­ar tján­ing­ar, sem var­in er af 1. og 2. mgr. 73. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Um­mæl­in gangi of nærri hags­mun­um blaðamann­anna til friðhelgi einka­lífs, sem varðir eru af 1. mgr. 71. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar og mann­rétt­inda­sátt­mál­an­um.

Er það jafn­framt mat dóms­ins að hags­mun­ir Þórðar og Arn­ars af því að vera laus­ir und­an staðhæf­ing­um Páls séu mun rík­ari en hags­mun­ir Páls af því að fá að bendla þá við refsi­verð brot.

Slík staðhæf­ing verði ekki rétt­lætt með þeim hætti að hún hafi verið hluti af þjóðfé­lagsum­ræðu eða með því að blaðamenn­irn­ir hafi sjálf­ir dregið að sér at­hygli með at­höfn­um sín­um eða um­mæl­um.

Vegið að starfs­heiðri þeirra

Að mati dóms­ins fólst í um­mæl­un­um ólög­mæt mein­gerð gegn æru blaðamann­anna auk þess sem vegið var að starfs­heiðri þeirra.

Páll hafi auk þess haldið áfram að tjá sig með áþekk­um hætti og áður á bloggsvæði sínu, það er um um­rædda lög­reglu­rann­sókn og ætlaðan hlut þeirra í byrlun Páls Stein­gríms­son­ar og af­rit­un og birt­ingu gagna úr síma hans, að því er virðist gegn betri vit­und.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert