Algjörlega breyttar forsendur

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stefán Már Stef­áns­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands, hef­ur áhyggj­ur af út­víkk­un EES-samn­ings­ins. Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur lagt fram frum­varp til breyt­inga á lög­um um EES-samn­ing­inn sem er ætlað að upp­fylla kröf­ur ESA um for­gangs­áhrif EES-reglna.

Stefán tel­ur frum­varpið ganga of langt. Seg­ir hann um­hugs­un­ar­vert hve mikið þanþol hans geti orðið. Dæmi um það eru um­hverf­is­mál­in, en Stefán bend­ir á að það sé sjálf­stætt álita­efni af hve mikl­um þunga þau eigi er­indi inn í samn­ing­inn um fjór­frelsið. Hann tel­ur að í dag séu fyr­ir hendi „al­gjör­lega breytt­ar for­send­ur“ frá því að samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur árið 1993.

Spurður hvort hags­mun­ir Íslands séu nægi­lega tryggðir með samn­ingn­um seg­ir Stefán að laga­lega séð þurfi Ísland ekki að samþykkja nein­ar gerðir frá EES. „En ef við ger­um það ekki þá er hægt að grípa til gagn­ráðstaf­ana. Það er svo hinn póli­tíski raun­veru­leiki.“ Hann seg­ir Ísland í erfiðri samn­ings­stöðu, vilji það ekki gang­ast við ákveðnum gerðum.

„Það koma sí­fellt ný svið inn í ESB-samn­ing­inn. Nú síðast með Ma­astricht-sátt­mál­an­um voru gerðar af­drifa­rík­ar breyt­ing­ar varðandi evr­ópsk­an borg­ara­rétt og mynt­banda­lag.“ Sátt­mál­ar á borð við Ma­astricht-sátt­mál­ann fara í stjórn­skipu­leg­an fer­il í öll­um aðild­ar­ríkj­un­um. „Hér á landi ger­ist ekk­ert nema að Alþingi hleyp­ir ein­stök­um gerðum inn, svo er þessu bara beitt og okk­ur gert að túlka allt til sam­ræm­is. Þá mynd­ast mik­ill lýðræðis­halli sem er áhyggju­efni.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka