Algjörlega breyttar forsendur

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af útvíkkun EES-samningsins. Utanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um EES-samninginn sem er ætlað að uppfylla kröfur ESA um forgangsáhrif EES-reglna.

Stefán telur frumvarpið ganga of langt. Segir hann umhugsunarvert hve mikið þanþol hans geti orðið. Dæmi um það eru umhverfismálin, en Stefán bendir á að það sé sjálfstætt álitaefni af hve miklum þunga þau eigi erindi inn í samninginn um fjórfrelsið. Hann telur að í dag séu fyrir hendi „algjörlega breyttar forsendur“ frá því að samningurinn var samþykktur árið 1993.

Spurður hvort hagsmunir Íslands séu nægilega tryggðir með samningnum segir Stefán að lagalega séð þurfi Ísland ekki að samþykkja neinar gerðir frá EES. „En ef við gerum það ekki þá er hægt að grípa til gagnráðstafana. Það er svo hinn pólitíski raunveruleiki.“ Hann segir Ísland í erfiðri samningsstöðu, vilji það ekki gangast við ákveðnum gerðum.

„Það koma sífellt ný svið inn í ESB-samninginn. Nú síðast með Maastricht-sáttmálanum voru gerðar afdrifaríkar breytingar varðandi evrópskan borgararétt og myntbandalag.“ Sáttmálar á borð við Maastricht-sáttmálann fara í stjórnskipulegan feril í öllum aðildarríkjunum. „Hér á landi gerist ekkert nema að Alþingi hleypir einstökum gerðum inn, svo er þessu bara beitt og okkur gert að túlka allt til samræmis. Þá myndast mikill lýðræðishalli sem er áhyggjuefni.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka