Allt klárt nema launaliðurinn

Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna.
Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna. mbl.is/Árni Sæberg

Kjaraviðræður á op­in­bera markaðinum snú­ast nú að mestu um launaliðinn, að sögn Friðriks Jóns­son­ar, for­manns Banda­lags há­skóla­manna. Samn­inga­nefnd­ir heild­ar­sam­taka op­in­berra starfs­manna og launa­greiðenda á op­in­bera vinnu­markaðinum funduðu alla helg­ina í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara og lauk funda­höld­um í gær­kvöldi.

„Allt annað er í raun og veru klárt,“ seg­ir hann í sam­tali við Morg­un­blaðið. Fundað var sleitu­laust um helg­ina að sögn Friðriks.

Mánaðamót­in nálg­ast og samn­ing­ar renna á enda

„Viðræður hafa haldið áfram og við erum öll mjög meðvituð um að mánaðamót nálg­ast hratt og ör­ugg­lega. Samn­ing­ar renna út á föstu­dag­inn næst­kom­andi, þann 31. mars.

„Þetta snýst fyrst og fremst um launaliðinn núna,“ seg­ir Friðrik og bæt­ir við að það sé jafn­framt yf­ir­leitt erfiðasti hjall­inn. Spurður hvort mik­il verðbólga spili inn í viðræðurn­ar seg­ir hann: „Já, að sjálf­sögðu. Þetta er ekki létt verk.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert