Urður Egilsdóttir
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir í samtali við mbl.is að öllum líkindum sé búið að hafa samband við alla sem eru á svæðinu þar sem snjóflóð féll í Neskaupstað í nótt.
Búið er að opna fjöldahjálparmiðstöð í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Þá er búið að virkja samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð og segir Hjördís að verið sé að samhæfa aðgerðir og ná utan um stöðuna.
Að sögn Hjördísar féll síðara snjóflóðið klukkan 7 í morgun á fjölbýlishús og er verið að rýma svæðið þar í kring.
Í frétt Austurfréttar segir að snjóflóðið féll á fjölbýlishús við götuna Starmýri. Bílar lentu á blokkinni og eru skemmdir á henni.