Fanney Birna Jónsdóttir var í dag ráðin dagskrárstjóri Rásar 1 hjá Ríkisútvarpinu. Hún tekur við af Þresti Helgasyni sem sagði starfi sínu lausu í síðasta mánuði. RÚV greinir frá.
Átján sóttu um starfið. Fram kemur í tilkynningu frá útvarpsstjóra að leitað hafi verið að stjórnanda með reynslu og þekkingu á starfsemi fjölmiðla, menningu og listum „framúrskarandi samskiptahæfni, leiðtogafærni og hæfni til að leiða árangursríka samvinnu auk annarra hæfniskrafna.“
Fanney Birna var annar umsjónarmanna umræðuþáttarins Silfursins í Ríkissjónvarpinu en hún hefur einnig verið fréttastjóri á Fréttablaðinu og var um tíma aðstoðarritstjóri Kjarnans.