Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir að jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja gætu hugsanlega verið góð flóttaleið af eyjunni ef eldgos hefst austan megin í eyjunni líkt og árið 1973.
„Það fer eftir því hvernig göngin eru byggð og eins hverng virknin er. Ef það er bara órói og ekki mikið um stóra skjálfta, þá geta göng verið mjög góð,“ segir Þorvaldur sem telur að best væri að göngin kæmu upp vestan megin.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ákvað á dögunum að skipa starfshóp sem ætlað er að leggja mat á fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.