Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson lauk um síðustu mánaðamót formlega störfum á Sýn.
Á facebooksíðu sinni segir hann ferðalagið í útvarpsmennskunni hafa verið áhugavert og oftast skemmtilegt. Hann segist kveðja í vinsemd og kærleik og ætlar að snúa sér að fyrirtæki sínu Paxal.
Einnig ætlar hann að halda úti hlaðvarpinu Máni, en áður stýrði hann þættinum Harmageddon í mörg ár með Frosta Logasyni.