Mikið áfall að frétta af snjóflóðinu

Frá Neskaupstað í morgun.
Frá Neskaupstað í morgun. Ljósmynd/Aðsend

„Ég fór fyrr á fætur og fékk sms um að það hefði fallið snjóflóð í bænum. Það var náttúrulega mikið áfall að frétta það,“ segir Andri Snær Þorsteinsson, íbúi í Neskaupstað.

Hann býr ásamt konu sinni og tveimur börnum um þremur til fjórum götur utar frá Mýrarhverfinu þar sem seinna snjóflóðið féll á íbúðarhús í morgun.

Það fyrsta sem hann hugsaði var hvort einhver hefði slasast. „Í litlum bæjum þá þekkja allir alla. Maður grennslaðist fyrir um það og komst að því fljótlega að ekki hafi orðið manntjón, ekki svo maður viti til alla vega, en eitthvað tjón á eignum,“ greinir Andri Snær frá.

Neskaupstaður.
Neskaupstaður. mbl.is/Arnþór

Tilbúin í útifötunum 

Íbúum bæjarins hefur verið gert að halda sig heima við og segir Andri Snær alla vera í útifötunum, tilbúna til að fara út, enda húsið þeirra við Gilsbakka á rýmingarsvæði. Reiknar hann með því að fjölskyldan að dvelji hjá skyldfólki annars staðar í bænum sem býr undir snjóflóðavarnargörðum. 

Snjór inn gegnum glugga og útidyrahurð

Spurður segist hann ekki þekkja fólkið sem býr í húsinu sem varð fyrir snjóflóðinu en segir fólk í kringum hann þekkja það. „Ég hef voðalega lítið heyrt, bara séð á myndum. Það kom snjór inn í alla íbúðina, í gegnum glugga og útidyrahurð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert