Ökumaðurinn hefur gefið sig fram

Ökumaðurinn gaf sig fram við lögreglu.
Ökumaðurinn gaf sig fram við lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ökumaðurinn sem lýst var eftir í dag hefur gefið sig fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu leit­aði öku­manns bif­reiðar sem ók á ung­an pilt á raf­magns­hlaupa­hjóli á gang­braut á Nes­haga í Reykja­vík.

Slysið varð hjá Mela­skóla síðastliðinn föstu­dags­morg­un um klukk­an 8.50.

Fyrr­nefnd­ur ökumaður nam staðar og átti orðaskipti við pilt­inn, en ók síðan á brott. Lög­reglu var til­kynnt um slysið í dag. Við skoðun á slysa­deild höfðu komið í ljós áverk­ar á pilt­in­um, sem er á grunn­skóla­aldri, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert