Ökumaðurinn sem lýst var eftir í dag hefur gefið sig fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði ökumanns bifreiðar sem ók á ungan pilt á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut á Neshaga í Reykjavík.
Slysið varð hjá Melaskóla síðastliðinn föstudagsmorgun um klukkan 8.50.
Fyrrnefndur ökumaður nam staðar og átti orðaskipti við piltinn, en ók síðan á brott. Lögreglu var tilkynnt um slysið í dag. Við skoðun á slysadeild höfðu komið í ljós áverkar á piltinum, sem er á grunnskólaaldri, að því er kemur fram í tilkynningu.