Urður Egilsdóttir
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir í samtali við mbl.is óvíst hvort einhverjir hafi verið í hættu er snjóflóð féll í Norðfirði í nótt.
Björgunarsveitin í Neskaupstað er nú að meta aðstæður og eru aðrar sveitir á leiðinni.
Vegagerðin er að ryðja Fagradal til þess að fleiri björgunarsveitir komist á staðinn en Norðfjarðargöng eru lokuð að beiðni lögreglu og almannavarna vegna mikillar snjóflóðahættu.
Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum og hættustigi lýst yfir í Neskaupsstað og á Seyðisfirði. Jón Þór segir færð vera erfiða á svæðinu.
Búið er að virkja samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð og verður fjöldahjálparmiðstöð opnuð í Fjarðarbyggð samkvæmt regluverki að sögn Jóns Þórs.
Hann segir að björgunarsveitir hafi einnig aðstoðað ferðamenn vegna ófærðar á suðvesturhorninu.
„Þessi litla lægð virðist hafa haft talsverð áhrif.“