Rannsóknir í nafni látins læknis

mbl.is/Jón Pétur

Mistök hjá Landspítalanum urðu til þess að útlit var fyrir að læknir frá Palestínu, sem lést árið 2011, væri skrifaður fyrir tilvísun á blóðrannsókn frá Greenfit, fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsufarsmælingum.

„Við komum alveg af fjöllum þegar við sáum ásakanir þessa heimilislæknis sem sendi þessa athugasemd inn og við brugðumst skjótt við og röktum málið,“ segir Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit.

„Það hafa aldrei verið gerðar tilvísanir frá Greenfit í nafni nokkurra annarra en okkar og við erum bara sprelllifandi,“ segir Lukka.

Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit.
Lukka Pálsdóttir, annar af tveimur eigendum Greenfit. Ljósmynd/Aðsend

 Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert