Urður Egilsdóttir
Einhverjir tugir björgunarsveitarmanna eru nú að störfum í Neskaupstað og á Seyðisfirði.
Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
Hann segir að björgunarsveitarmenn gangi nú í hús og vinni að rýmingu.
Vegagerðin er að ryðja Fagradal til þess að fleiri björgunarsveitir komist á svæðið og þá verður varðskipið Þór sent austur til að vera til taks.
Jón Þór segir að enn sem komið er séu engar aðrar björgunarsveitir komnar í Neskaupstað en fólk sé í viðbragsstöðu.