Allt frá því að lög voru sett árið 2010 um sanngirnisbætur til þolenda ofbeldis á vistheimilum og stofnunum ríkisins hafa verið greiddir út rúmlega 3,3 milljarðar króna í sanngirnisbætur til þolendanna.
Eru útgreiddar sanngirnisbætur 92% af heildarkostnaði við verkefnið á því tímabili sem liðið er frá því að lögin voru sett. Greiddar bætur og kostnaður vegna verkefnisins nemur samtals rúmlega 3,6 milljörðum króna.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar alþingismanns um sanngirnisbætur og kostnað við útgreiðslu þeirra, eftirfylgni með þolendum og fleira.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.