Andlát: Guðmundur Ingi Eyjólfsson

Guðmundur Ingi Eyjólfsson læknir.
Guðmundur Ingi Eyjólfsson læknir. Ljósmynd/Aðsend

Guðmund­ur Ingi Eyj­ólfs­son lækn­ir lést á bráðadeild Land­spít­al­ans í Foss­vogi 19. mars sl., 86 ára að aldri.

Guðmund­ur fædd­ist í Reykja­vík 8. fe­brú­ar 1937, son­ur hjón­anna Eyj­ólfs Gísla­son­ar og Sig­ríðar Guðmunds­dótt­ur.

Guðmund­ur ólst upp í Reykja­vík. Hann lauk stúd­ents­prófi frá MR 1957 og lækna­prófi frá Há­skóla Íslands 1964. Hann stundaði sér­fræðinám í lyflækn­ing­um og blóðsjúk­dóm­um í Banda­ríkj­un­um við há­skóla­spítala sem tengd­ust Loyola Uni­versity og Uni­versity of Chicago í Ill­in­o­is 1965-1970. Hann starfaði sem héraðslækn­ir á Eg­ils­stöðum, Borg­ar­nesi og Klepp­járns­reykj­um árin 1970-1971. Hann var ráðinn sér­fræðing­ur í blóðsjúk­dóm­um á rann­sókn­ar­stofu Borg­ar­spít­al­ans 1972 og einnig sem sér­fræðing­ur á lyflækn­inga­deild 1973. Þar starfaði hann til árs­ins 2005.

Guðmund­ur vann einnig sem sér­fræðing­ur á eig­in stofu frá 1973. Hann var einn af stofn­end­um Lækna­set­urs­ins sf. 1986 og var lengi stjórn­ar­formaður og fram­kvæmda­stjóri. Hann stofnaði með fleir­um Rann­sókna­stof­una í Mjódd 1993 og var fram­kvæmda­stjóri til árs­ins 2021. Guðmund­ur vann á bæj­ar­vökt­um í Reykja­vík 1972-1986. Hann var stunda­kenn­ari við lækna­deild HÍ og við Tækni­skóla Íslands 1971-1996. Auk þess var hann í mörg ár próf­dóm­ari í lyflækn­ing­um við lækna­deild HÍ.

Guðmund­ur sat í stór­ráði Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur 1979-1982, var gjald­keri fé­lags­ins 1982-1986 og gegndi störf­um for­manns í hálft ár í for­föll­um hans. Hann var formaður samn­inga­nefnd­ar sjálf­stætt starf­andi lækna við Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins 1986-1998. Guðmund­ur var heiðurs­fé­lagi í Lækna­fé­lagi Reykja­vík­ur frá 1999 og Lækna­fé­lagi Íslands frá 2018.

Guðmund­ur kvænt­ist eft­ir­lif­andi eig­in­konu sinni, Krist­ínu Sigrúnu Bjarna­dótt­ur, árið 1965. Þau eignuðust þrjú börn; Sif, Eddu og Bjarka. Barna­börn­in eru fjög­ur; Lilja Ársól, Krist­ín Guðríður, Júlí­us Ingi og María Lovísa Bjarka­börn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert