Átta slökkviliðsmenn fóru austur

Á myndinni er stór hluti hópsins á höfninni á Seyðisfirði …
Á myndinni er stór hluti hópsins á höfninni á Seyðisfirði að bíða eftir varðskipinu Þór sem flutti slökkviliðsmennina í Neskaupstað. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Átta slökkviliðsmenn í slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins eru nú stadd­ir á Aust­ur­landi til að aðstoða heima­menn. 

Í Face­book-færslu slökkviliðsins seg­ir að menn­irn­ir hafi farið ásamt hópi annarra viðbragðsaðila með flugi aust­ur. 

Varðskipið Þór flutti viðbragðsaðilana síðan í Nes­kaupstað frá Seyðis­firði og batt land­fest­ar laust fyr­ir miðnætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert