Eldur logar í bíl í Hafnarfirði

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Jón Kristinn

Eldur logar í jeppling á bílastæði við Nettó á Völlunum í Hafnarfirði.

Slökkviliðið mætti á vettvang fyrir rúmum tíu mínútum og gengur vel að slökkva eldinn, að sögn Jónasar Árnasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Jepplingurinn er dísilbíll en eldsupptök eru óljós. 

Að sögn Jónasar eru aðrar bifreiðar á bílastæðinu ekki í hættu.

Svartur reykur rís frá bílastæðinu.
Svartur reykur rís frá bílastæðinu. mbl.is/Jón Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert