Inntökupróf bætist við nemendasíu

Aðeins 40 nemendur komast í námið á haustönn.
Aðeins 40 nemendur komast í námið á haustönn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nemendur sem hyggja á nám í tannlæknisfræði við Háskóla Íslands þurfa nú einnig að þreyta sama inntökupróf og nemendur sem sækja um í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði, til viðbótar við klásus í desember.

Háskólaráð samþykkti tillögu heilbrigðisvísindasviðs þess efnis fyrir hönd tannlæknadeildar á fundi sínum 12. janúar 2023 og gildir breytingin frá og með háskólaárinu 2023-2024.

Aðeins 40 nemendur komast í námið á haustönn en í desember fara svo fram samkeppnispróf og verður einungis átta nemendum boðið að halda áfram á vorönn.

„Þetta hefur þróast þannig síðustu ár að það er rosalega stór hópur sem byrjar hjá okkur. Áður voru þetta 40 nemendur sem voru að byrja á haustin en eins og síðasta haust voru þetta um 110 manns,“ segir Ellen Flosadóttir, deildarforseti tannlæknadeildar.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert