Unnið að mokstri fyrir austan

Hálka eða snjóþekja er á þeim leiðum sem fært er …
Hálka eða snjóþekja er á þeim leiðum sem fært er en eitthvað er um þæfingsfærð. Ljósmynd/Aðsend

Unnið er að mokstri milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar en mikill snjór er þar. 

Á vef Vegagerðarinnar segir að nýjar upplýsingar koma um hádegi.

Hálka eða snjóþekja er á þeim leiðum sem fært er en eitthvað er um þæfingsfærð. 

Fjarðarheiði er opin en Fagridalur er lokaður vegna snjóflóðahættu. Þá eru Norðfjarðargöng lokuð. Nýjar upplýsingar um klukkan 10. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert