Um 20 jarðskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því um miðjan dag í gær. Var stærsti skjálftinn 2,9 að stærð, en hann reið yfir rétt fyrir klukkan tíu í morgun.
Sérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands segir virknina nokkuð eðlilega. Stærsti skjálftinn varð um 9,8 kílómetra austnorðaustur af Grímsey.
Veðurstofu hefur ekki borist tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Akureyri, Dalvík eða Húsavík. Þá hafa ekki borist tilkynningar úr Grímsey.