Appelsínugul viðvörun á Austfjörðum

Vindaspá klukkan 18 á morgun.
Vindaspá klukkan 18 á morgun. Kort/mbl.is

Appelsínugul viðvörun tekur gildi klukkan 19 í kvöld á Austfjörðum. 

Á vef Veðurstofu Íslands segir að búast megi við talsverðri eða mikilli snjókomu eða skafrenningi með þungri færð og lélegu skyggni, einkum norðan til á svæðinu.

Því eru miklar líkur á samgöngutruflunum.

Þá tekur einnig í gildi viðvörun klukkan 15 á morgun á Austfjörðum vegna talsverðra rigninga og hlýnandi veðurs sunnan til á svæðinu. 

Búast má við asahláku og auknu afrennsli og vatnavöxtum.

Viðvaranirnar gilda til miðnættis á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka