Framkvæmdir á Korputúni hefjast

Svæðið, sem er skammt austan Korputorgs, hefur fengið nafnið Korputún.
Svæðið, sem er skammt austan Korputorgs, hefur fengið nafnið Korputún. Tölvumynd/ONNO

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt skipulagsáform fasteignafélagsins Reita um uppbyggingu atvinnukjarna í landi Blikastaða. Svæðið, sem er skammt austan Korputorgs, hefur fengið nafnið Korputún. Það er í næsta nágrenni við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum.

Fram kemur á heimasíðu Reita að nú liggi fyrir samþykki deiliskipulags fyrir Korputún, 90 þúsund fermetra atvinnukjarna í landi Blikastaða.

Um er að ræða byggð fyrir verslunar-, þjónustu- og athafnasvæði, þar sem áhersla verði lögð á sjálfbærni og samnýtingu, náttúru og aðlaðandi umhverfi. Samgönguás borgarlínu mun liggja í gegnum skipulagssvæðið. Unnið hefur verið að undirbúningi framkvæmdarinnar á undanförnum árum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka