Gagnrýnir skipun Karls Gauta

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýnir skipun Karls Gauta Hjaltasonar …
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýnir skipun Karls Gauta Hjaltasonar í lögreglustjóraembætti.

„Dóms­málaráðherra hef­ur vænt­an­lega kom­ist að þeirri niður­stöðu, eft­ir vand­lega íhug­un, að þetta sé heppi­leg og smekk­leg ráðstöf­un eft­ir þá kven­fyr­ir­litn­ingu og al­mennu mann­fyr­ir­litn­ingu sem mér og fleir­um var sýnd á Klaust­ur­bar hér um árið. Þar var hinn ný­skipaði lög­reglu­stjóri þátt­tak­andi.“

Þetta skrif­ar Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, á Face­book-síðu sína og vís­ar til skip­un­ar Karls Gauta Hjalta­son­ar sem lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyj­um en frá henni var greint í dag.

„Ég sem bæj­ar­stjóri mun auðvitað vinna með þeim lög­reglu­stjóra sem rétti­lega er skipaður til starfa hér í Eyj­um hverju sinni,“ er upp­hafið að stutt­um pistli bæj­ar­stjóra um skip­un Karls Gauta.



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert