Höggbylgjan braut glugga beggja vegna hússins

Guðmundur reynir að líma fyrir gluggann á húsbíl sínum til …
Guðmundur reynir að líma fyrir gluggann á húsbíl sínum til að bjarga nýlegum tækjum í bílnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir í Neskaupstað vinna nú að því að hleypa fólki heim til að ná í föt og nauðsynjar eða þá að bjarga verðmætum. Blaðamenn fengu að fylgja þeim Guðmundi Höskuldssyni og Stefán Inga Ingvasyni inn á rýmd svæði.

Guðmundur var að reyna að bjarga því sem bjargað varð og var að líma fyrir glugga á húsbíl sem var í hálfu kafi eftir snjóflóðið. Skömmu áður hafði hann fengið símtal frá tryggingamanni og sagði áhöld um það hvort fólk muni fá bíla sína bætta. Í fljótu bragði taldi blaðamaður 11 bíla í hálfgerðri rúst en Guðmundur er þess fullviss a.m.k. fimmtán bílar hafi skemmst í flóðinu. „Ég áttaði fyrst á því hvað hafði gerst þegar ég horfði á afturgluggann á bíl í garðinum hjá mér,“ segir Guðmundur.  

Stefán Ingi sótti föt á heimili foreldra sinna.
Stefán Ingi sótti föt á heimili foreldra sinna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Ingi fékk fylgd sérsveitarmanna til að ná í föt fyrir foreldra sína. „Nú er bara að gera það besta úr stöðunni en þetta hafa verið skrítnir þrír dagar,“ segir Stefán. 

Kom á húsið á undan flóðinu

Athygli vekur að negla þurfti spónarplötum fyrir glugga beggja vegna hússins að Starmýri. „Það er vegna höggbylgjunnar sem kom í raun á húsið áður en snjóflóðið sjálft náði að því,“ segir björgunarsveitarmaður á vettvangi. 

Höggbylgjan af snjóflóðinu sprengdi rúður beggja vegna fjölbýlishússins að Starmýri …
Höggbylgjan af snjóflóðinu sprengdi rúður beggja vegna fjölbýlishússins að Starmýri 17-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Lokið hefur verið við að negla fyrir glugga á þeirri …
Lokið hefur verið við að negla fyrir glugga á þeirri hlið er snjóflóðið lenti á. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert