Kosning í stjórnarkjöri Almenna lífeyrissjóðsins hefur staðið yfir frá því á seinasta miðvikudag, 22. mars, en henni lýkur í dag klukkan fjögur.
Frambjóðendur eru tólf talsins og úrslit kosninga verður tilkynnt á ársfundi sjóðsins sem verður haldinn kl. 17:15 morgun, fimmtudaginn 30. mars, á Grand Hótel Reykjavík.
Í aðalstjórn sjóðsins er laust sæti fyrir einn karl og annað laust sæti fyrir eina konu. Einnig er eitt pláss er laust fyrir konu í varastjórn.
Fimmtíu þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt og kosningin er rafræn og kosningavef má nálgast á vefsíðu sjóðsins. Atkvæðavægi hvers sjóðfélaga fer auknandi í takt við inneign hans í sjóðnum.