Tveggja bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi við Leirvogsá fyrr í kvöld. Bílstjórarnir tveir voru fluttir á slysadeild.
Útkall vegna árekstursins kom til slökkviliðsins klukkan 19.25 í kvöld.
Þetta staðfestir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri slökkviliðs hjá aðgerðarstjórn. Bílstjórarnir hafi sloppið vel, ekki hafi verið um alvarlega áverka að ræða.