Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028 á blaðamannafundi klukkan 16 í dag. Sýnt verður beint frá fundinum hér á mbl.is.
Boðaðar hafa verið áherslubreytingar frá því síðasta fjármálaáætlun var kynnt, en fram hefur komið að aukin skattheimta og niðurskurður verði meginstef nýrrar fjármálaáætlunar.
Ásamt fjármálaráðherra verða forsætisráðherra og innviðaráðherra á fundinum.