Vel hefur gengið að sópa stíga í Reykjavík á síðustu vikum. Byrjað var á hjólreiðastígum og er því lokið en önnur verkefni eru mislangt komin.
Forstjóri Hreinsitækni segir að borgin sé komin lengra með þessi verkefni en á sama tíma í fyrra. Almenn vorsópun er hafin í Reykjavík og er einnig hafin eða er að hefjast í nágrannasveitarfélögunum.
Hreinsitækni annast götusópun fyrir Reykjavíkurborg, mörg af nágrannasveitarfélögunum og raunar einnig sveitarfélög um allt land og Vegagerðina.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.