Frekari rýmingar á Eskifirði

Rýmingin gildir frá klukkan 16:00 í dag.
Rýmingin gildir frá klukkan 16:00 í dag. mbl.is/Eggert

Hættuástandi vegna ofanflóða hefur verið lýst yfir á Eskifirði og hefur rýming því verið gangsett á reitum 11 og 12. Rýmingin mun gilda frá klukkan 16.00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Eskifirði.

Íbúar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöð sem staðsett er í grunnskólanum á Eskifirði. Liggi fyrirhugaður dvalarstaður fyrir er fólk beðið um að hafa samband við 1717.

Götur og hús sem að rýmingin á við eru eftirfarandi:

Bleiksárhlíð 62 – 67 – 67a – 69

Fossagata 1

Bakkastígur 1

Grjótárgata 6 – þar með talið bílskúrar C/D/E

Túngötustígur 1 – 3a

Strandgata 36 – 37a  37b

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert