Læknar á LSH stofnuðu eigið félag

Langir biðlistar eru eftir liðskiptaaðgerðum á öxlum og mjöðmum. Átak …
Langir biðlistar eru eftir liðskiptaaðgerðum á öxlum og mjöðmum. Átak gert til að stytta biðina. mbl.is/Ásdís

„Við erum í fjárhagslegu svelti á spítalanum. Ég er að skera beinbrot sem oft er einnar til tveggja vikna bið eftir að sinna vegna skorts á skurðplássi. Það er ekki óalgengt,“ segir Fidel Helgi Sanchez, bæklunarskurðlæknir á Landspítalanum í Fossvogi. Hann segir stöðuna erfiða. „Við erum í pattstöðu á hverjum einasta degi með að koma 5-10 manns í bráðaaðgerð.“

Fidel Helgi er í forsvari fyrir félagið Cosan sem stofnað var fyrir um ári til að taka þátt í útboði Sjúkratrygginga Íslands á 700 liðskiptaaðgerðum til áramóta. Cosan er sameignarfélag átta bæklunarskurðlækna sem starfa allir á Landspítalanum.

Fidel Helgi Sanchez.
Fidel Helgi Sanchez.

Áætlaður kostnaður við aðgerðirnar er 700 milljónir króna en Cosan fékk 400 aðgerðir í sinn hlut. „Við hefðum viljað sjá þessa peninga renna til Landspítalans en það er ekki reyndin. Spila þarf sem best úr stöðunni.“

Fidel Helgi segir að þeir hafi verið að gera aðgerðir á eigin vegum á Handlæknastöðinni í Glæsibæ síðan 2022. „Það er kærkomið að það séu komnir fjármunir í þetta brýna verkefni – við fögnum því.“ 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert