Langsótt tilraun til að koma höggi á ríkisstjórnina

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á Alþingi.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á Alþingi. mbl.is/Arnþór

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðu seilast langt með vantrauststillögu sinni í garð dómsmálaráðherra og að yfirlýsingar hennar í tengslum við málið hefðu verið „stórkarlalegar“.

Hún sagði réttmætan ágreining vera uppi um túlkun 51. greinar þingskaparlaga og að ekki væri sómi að þeirri stöðu sem er uppi. Endurskoða þyrfti verklag og skýra löggjöfina. Saga veitingu ríkisborgararéttar væri óhefðbundin og að leysa þyrfti málið í sameiningu.

Þórdís Kolbrún benti á að Alþingi hefði ekki almennar yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir með Útlendingastofnun og því gæti Alþingi ekki gefið stofnuninni fyrirmæli um hvernig hún hagar framkvæmd sinni.

Þarf ekki sérstök lög

Hún sagði Alþingi ekki þurfa að vera með sérstök lög um ríkisborgararétt eða um málsmeðferð í slíkum málum. Alþingi gæti sett lög í krafti stjórnarskrárinnar og löggjafarvaldsins hvenær sem er um að einhver hljóti ríkisborgararétt.

Bætti hún við að vantrauststillagan væri „langsótt tilraun til þess að koma höggi á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka