Yfirgefa heimili í skyndi

Sunna Lind Kúld er ein þeirra íbúa sem þurft hefur …
Sunna Lind Kúld er ein þeirra íbúa sem þurft hefur að yfirgefa heimili sitt. Hér fær hún aðstoð við að flytja föt og köttinn sinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 50 íbúar til viðbótar við þá sem þegar hafa þurft að yfirgefa hýbýli sín í Neskaupstað hefur verið gert að rýma heimili sín í öryggisskyni. Björgunarsveitir eru þessa stundina að ganga í hús og láta fólk vita eða að aðstoða það við að komast á öruggt svæði. 

Mikil rigning er í Neskaupstað sem fellur ofan á djúpt snjólag sem er fyrir og óttast sérfræðingar snjómagnið á vissum stöðum fyrir ofan byggð. Sérstaklega á stöðum þar sem engin flóð hafa fallið.

Að sögn björgunarsveitarmanns sem var við það að yfirgefa björgunarmiðstöðina þar sem björgunarsveitin Gerpir hefur aðstöðu er rýmingin nú mun auðveldari en sú sem hann tók þátt í á mánudag þegar snjóþyngsli voru sem mest. 

Víða er mikill vatnselgur í bænum og hvarvetna er fólk …
Víða er mikill vatnselgur í bænum og hvarvetna er fólk að hreinsa frá niðurföllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að ryðja götur og getur fólk því sjálft komist leiðar sinnar í stað  þess að björgunarsveitarfólk þurfi að grafa fólk út. Nú er hins vegar víða að myndast vatnselgur í bænum og hvarvetna er fólk með verkfæri að hreinsa frá niðurföllum.  

Fara í fjöldahjálparmiðstöðina 

Í fjöldahjálparmiðstöðinni í Egilsbúð er fólk að láta vita af sér og eru starfsmenn Rauða krossins að fá upplýsingar hjá fólki. Meðal annars til að meta þörf á gistiplássi í Egilsbúð en nú tekur við óvissa á meðan fólk kannar hvort það eigi inni hjá vinum og ættingjum á órýmdum svæðum.  

Fólk skráir sig hjá Rauða krossinum.
Fólk skráir sig hjá Rauða krossinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka