Í dag, á Mottudeginum, stendur Krabbameinsfélagið fyrir málþingi sem ber yfirskriftina „Ekki humma fram af þér heilsuna!“
Málþingið fer fram í húsnæði félagsins að Skógarhlíð 8 og hefst kl. 08:00 og er áætlað að því ljúki kl. 10:00. Fylgjast má með þinginu hér fyrir neðan í beinu streymi.
Starfsfólk Krabbameinsfélagsins flytur erindi á málþinginu, auk þess sem fram koma áhrifamiklar reynslusögur bæði krabbameinsgreindra og aðstandenda.