Edda Falak braut lög

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Edda Falak …
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Edda Falak hafi gerst brotleg við lög um friðhelgi einkalífsins.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur kom­ist að þeirri niður­stöðu að fjöl­miðlakon­an Edda Falak hafi brotið lög um friðhelgi einka­lífs­ins þegar hún birti hljóðupp­töku af sam­skipt­um mæðgna í þætti sín­um. Dóm­ur var kveðinn upp í héraðsdómi í morg­un og Eddu gert að greiða móður konu, sem var gest­ur í hlaðvarpsþátt­un­um Eig­in kon­ur á síðasta ári, 400 þúsund krón­ur í bæt­ur. 

Þá þurfi Edda einnig að greiða máls­kostnað kon­unn­ar, 900 þúsund krón­ur. Auður Björg Jóns­dótt­ir, lögmaður kon­unn­ar, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Edda hélt úti hlaðvarpsþátt­un­um Eig­in kon­ur allt til loka síðasta árs, síðast und­ir for­merkj­um Stund­ar­inn­ar. Þegar Stund­in og Kjarn­inn sam­einuðust í Heim­ild­ina gekk hún til liðs við rit­stjórn Heim­ild­ar­inn­ar og stýr­ir þar þátt­um. 

Kon­an höfðaði mál gegn Eddu og sakaði hana um að hafa brotið gróf­lega gegn friðhelgi einka­lífs síns með birt­ingu á hljóðupp­tök­unni.

Í hljóðupp­tök­unni heyr­ist sam­tal þeirra mæðgna, en dótt­ir­in tók hana upp án vit­und­ar móður sinn­ar. 

Gagn­rýn­ir fjöl­miðlanefnd harðlega

Ekki var farið fram á að upp­tak­an væri tek­in út úr þætt­in­um eða af sam­fé­lags­miðlum þátt­anna, en þá kröfu hafði kon­an áður lagt fram við fjöl­miðlanefnd síðasta haust. Var það gert tals­vert áður en kon­an höfðaði mál gegn Eddu.  

Fjöl­miðlanefnd ákvað að fresta meðferð kröfu kon­unn­ar þar sem hún hefði höfðað mál gegn Eddu fyr­ir dóm­stól­um. Nú hef­ur fjöl­miðlanefnd ákveðið að taka af­stöðu í mál­inu hinn 27. apríl næst­kom­andi. 

Lögmaður kon­unn­ar seg­ir að vinnu­brögð fjöl­miðlanefnd­ar séu óboðleg. Ef fjöl­miðlanefnd starfaði eins og hún lög­um sam­kvæmt ætti að gera, væri hún löngu búin að taka af­stöðu í mál­inu, og krefjast þess af Eddu að upp­tak­an yrði tek­in úr þætt­in­um og af sam­fé­lags­miðlum. Niðurstaða héraðsdóms hafi sannað það í dag að miðlun henn­ar bryti í bága við friðhelgi einka­lífs.

Þá vilji hún einnig koma því á fram­færi að um­bjóðandi henn­ar neiti því al­farið að hún hafi beitt dótt­ur sína of­beldi líkt og dótt­ir­in tjá­ir sig um í hlaðvarpsþætti Eddu.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir lögmaður Eddu að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort mál­inu verði áfrýjað til Lands­rétt­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert