Sælgætisgerðin Freyja hefur stöðvað sölu á og innkallað Dökk vegan Sælkera páskaegg nr. 6, þar sem innihald páskaeggjanna er ekki vegan, þrátt fyrir að eggið sé auglýst sem slíkt.
Eggin sem eru innkölluð eru undir strikamerkinu: 5690545004202
Varan er ekki hættuleg til neyslu en innheldur fyrir mistök sælgætishlaup sem inniheldur dýraafurðir eins og gelatín og karmín en gelatín er unnið úr afurðum frá nautgripum og og svínum og karmín er náttúrulegur matarlitur unnin úr skordýrinu kaktuslús.
Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt henni gegn fullri endurgreiðslu